Ég er ósammála þér um að það sé um e-n skort á ímyndunarafli að ræða, við getum eflaust alveg upphugsað okkur heim sem góður á alla kanta þar sem hörmungar og erfiðleikar fyrirfinnast ekki, ég held bara að málið sé að við þróuðumst með tilliti til erfiðleika og hörmunga. Við höfum hæfileka og eða vilja til að yirstíga þá, og ef við lifum svo þægilegu og góðu lífi að við getum ekki notað þess hæfileika, þá förum við kannski að sækja í tilbúnar hörmungar td í sjónvarpinu.
Og nei við njótum varla þeirra hörmunga sem koma fyrir okkur, en hins vegar getum við farið að njóta þess að yfirstíga hörmungarnar, og athugaðu eitt, þó fólk sem lent hefur í hörmungum segi að það óski engum að lenda í sliku og það geti ekki hugsað sér að upplifa e-ð slíkt aftur, þá segir það samt stundum að það hefði ekki viljað missa af þessari reynslu ..og eða þessi reynsla hafi gert það sterkara (ég er auðvitað alls ekki að segja að þetta sé e-ð algilt t.d. er ólíklegt að einhver sem missir e-n sér nákomin segi: “ég hefði ekki viljað missa af þessari reynslu”)
Auk þess viljum við varla eintómar eða of miklar hörmungar, frekar en við viljum “of mikið af því góða”. Og af hverju er annars “baráttan milli ills og góð” svona vinsæl?
Þú segist ekki átta þig á þessum rökum að njóta hörmunga, en líttu bara á afþreyingariðnaðinn, hann er uppfullur af allskyns “gervihörmungum” og “gervivandamálum”, og eru það ekki kröfur markaðarins sem þarna ráða?.
Þú tókst ástasögur sem dæmi sagðir að þær geti verið jafn skemmtilegar og hrollvekjur, en hvernig eru t.d. væmnustu rauðu ástarsögurnar upp byggðar? Þær fjalla ekkert um e-a happy ást frá upphafi til enda, heldur er það t.d. mjög algengt að aðalpersónurnar þoli ekki hvor aðra í byrjun, hatast meira að segja stundum. Eða það er e-r vond persóna að reyna að spilla sambandi þeirra. Og maður tekur metnaðarfyllri ástarsögur sem dæmi verður þetta en meira áberandi (þeas þorfin fyrir hormungarnar), hefði Anna Karenína endað hamingjusöm í París ásamt elskhuga sínum og öllum hefði þótt þetta framhjáhald hennar bara ókei, hefði ástarsaga hennar þá orðið svona heillandi? Og af hverju er Titanic svona vinsæl?
Erum við endilega “blinduð”? erum við ekki bara að hegða okkur í samræmi við það hvernig við, homo sapiens, erum? ;)