Jörðin er ekki að mygla. Úrgangur okkar, rétt eins og bakteríanna, er endurvinnanlegur. Bakteríurnar breyta samlokunni ekki í mold með því að fjölga sér, heldur með því að borða (að fleiri hlutum gefnum), og við breytum fæðu ræktaðri á yfirborði jarðar í endurvinnanlegan úrgang með neyslu hennar. Hvernig við ræktum hana, hvernig við neytum hennar og hvað við gerum við úrganginn er ekki endanlega ákveðið, og að segja að núverandi aðferðir séu eina og endanlega aðferðin sem notuð verður, og að hún sé í eðli sínu skaðleg, er jafn vitlaust og ef það hefði verið sagt áður fyrr, þegar þær aðferðir voru enn öðruvísi.
Við erum ekkert frekar í eðli okkar eyðileggjandi en neitt annað lífsform.