Jæja kæru huga-spekingar, hér hef ég spurningu fyrir ykkur. Þessi spurning er kannski hálf kjánaleg en svarið er ekki augljóst að mínu mati.
Spurningin er svohljóðandi:
“Hvað einkennir borg?”
Eða í raun og veru, hvað er borg? Hvað gerir borg að borg?
Þegar ég hef fengið nokkur svör við þessari spurningu skal ég tjá mig um hver raunverulegur tilgangur með þessum þræði er.
Fyrir fram þakkir.
Bætt við 25. júní 2010 - 17:10
Eins og stendur er verkefni í gangi í samstarfi við Reykjavíkurborg þar sem verið er að reyna að setja meiri borgar stimpil á Reykjavík.
Fyrsta skref var að átta sig á hvað það er sem gerir borg að borg eða í raun hvað það er sem einkennir borg. Þetta virðist vefjast fyrir flestum.
Ég tel mig vera í borg þegar ég hef mikið framboð af þjónustu í mínu nánasta umhverfi, þegar menningin er sterk (ég var staddur í Dubai fyrir nokkrum vikum og þar upplifði ég mig aldrei í borg því þar finnst mér vanta alla menningu) og fjölbreytileiki fólks er mikill. Hinsvegar getur þetta líka átt við um marga bæi og vantar því einhvern lykil-component í þessa skilgreiningu.