Frá heimspekilegu sjónarhorni?
Næsta skref á eftir bókum/blöðum í ferðalaginu í áttinni að fullkominni samvitund?
Mér finnst vera mikill munur á “collective consciousness” og “collective conscience”. Köllum fyrra samvitund og seinna samfinningu, þótt þetta seinna sé lélega þýtt. Samvitund er fyrir mér þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það er hluti af samvitund, að það hafi samfinningu og að það hegði sér samkvæmt því. Samfinningin væri þá þegar maður lætur eigin tilfinningar og skoðanir fljóta (í það minnsta að einhverju leyti) með tilfinningum og skoðunum fjöldans. Það er einmitt mjög viðeigandi myndband í YouTube horninu á /visindi í augnablikinu sem sýnir styrk þessara hrifa og hvernig er hægt að hafa áhrif á þau.
Samfinningin er auðvitað háð því að maður þekki til skoðana og tilfinninga annarra, og því er aukið upplýsingaflæði styrkjandi fyrir hana að vissu leyti. Aftur á móti á fólk það til að koma sér í ákveðna hópa, bæði innan netsins og utan þess, og móta þannig afmarkaða samfinningu innan hans. Netið getur styrkt hópaskiptingu eða veikt hana, allt eftir því hvernig maður notar það.
Taktu svo líka eftir að fólk getur verið meðvitað án þess að pæla mikið í því, en það getur líka pælt í að það sé meðvitað, pælt í því að það sé að pæla í því og svo framvegis. Ef þú horfir á eða hefur horft á áðurnefnt myndband sérðu vel hvernig vitundarvakning getur haft áhrif á samfinninguna, og jafnvel dregið úr óæskilegum hlutum hennar.
Samvitund er flóknara mál, og ég er örugglega að nota aðra skilgreiningu á því en þú minnist á, en samkvæmt minni þá er það sem þú ert að gera vitundarvakning um samvitundina með tilliti til netsins.
Ég var þá að skilja þig rétt og þá væri lýsingin hjá þér af meðvitundinni líkan af líkaninu, eða?Heilinn er með innbyggt módel af heiminum sem inniheldur heilann og hans viðbrögð við heiminum, sem ég tel gera hann meðvitaðan. Sumsé, þegar heilinn keyrir líkan af framtíðinni er heilinn sjálfur í því líkani, og viðbrögð hans við því sem gerist í líkaninu eru í raun líkan af honum sjálfum.
Hvernig er meðvitundin forsenda skilnings?Til að skilja eitthvað þarftu að geta ímyndað þér afleiðingar tilvistar þess, og möguleikana sem felast í henni, og það krefst vel búins módels. Það er reyndar spurning hvort þurfi meðvitund til þess, en eitt sem ég tek eftir hérna er að líkan af framtíðinni sem ekki felur í sér líkan af módelinu sem er að keyra það (heilanum) er ekki til svo ég viti í lífverum.
Það hljóta allir að vera með meðvitund en margir eiga samt erfit með að skilja.Þessari spurningu er kannski svarað með athugasemdunum fyrir ofan, en það að maður hafi búnað til skilnings er ekki trygging á að maður öðlist hann, rétt eins og það að eiga bíl tryggir ekki að þú getir keyrt yfir hálendi landsins. Meðvitund (eða í það minnsta umrædd líkanakeyrsla) er forsenda skilnings, en ekki trygging á að hann náist.
Hverjir eru grundvallaratriði nútíma samfélags?Til að fyrirbyggja misskilning þá var ég búinn að taka fram það sem ég myndi kalla grundvallaratriði netsins, svo sem rafræn tengsl milli fólks og tvíundarkerfið, hvorugt var fundið upp með netinu eða fyrir það. En svo við byrjum nýjan þráð samræðna þá myndi ég segja grundvallaratriði nútíma samfélags að…
en eitt sem ég tek eftir hérna er að líkan af framtíðinni sem ekki felur í sér líkan af módelinu sem er að keyra það (heilanum) er ekki til svo ég viti í lífverum.
Ef við skilgreinum samfélag sem hópur af fólki, getur verið frá fjölskyldu og alveg upp í allt mannkynið þá hljóta grunnþættirnir að vera það sem öll samfélög eiga sameiginlegt.Ef þú átt við grundvallareiginleika samfélags þá er allt sem ég sagði náttúrulega bull, ég var að tala um megineiginleika nútíma vestræns samfélags (þótt “vestrænt” sé farið að missa merkingu sína frekar hratt). Grundvallareiginleikar mannlegs samfélags hljóta þá að vera samnefnari allra mannlegra samfélaga sem uppi hafa verið. Þeir hljóta að verða mjög víðtækir og það er spurning hvort apasamfélög eða jafnvel bakteríur myndu ekki passa inn í slíkar skilgreiningar líka. Þá værum við eiginlega bara farnir að skilgreina samfélag.