Ég hef eytt miklum tíma í að huga að því hvað ég ætli að læra í háskóla. Mér hefur flogið hugbúnaðarverkfræði, lögfræði, hagfræði, eðlisfræði, stærðfræði, sálfræði, heimspeki og fleira í hug og hafa þær hugmyndir stoppað mislengi í hausnum á mér. Heimspeki hafði ég þó yfirleitt hugsað mér að læra seinna, eða samhliða öðru námi. Ég ætla þó að skoða möguleikann á heimspeki sem aðalgrein.
Atvinnumöguleikar eru stór partur af ákvörðuninni og því fór ég að pæla í því hver möguleg og líkleg störf væru fyrir fólk sem lokið hefði heimspekinámi. Ég er búinn að skoða lýsinguna á hi.is en hún segir mér mjög lítið.
Öll komment eða linkar á upplýsingar mjög vel þegin.