Ef að maður drepur einn mann til að bjarga milljónum er maður þá hetja eða morðingi?
Og ef að maður er morðingi verðskuldar maður þá ekki sömu refsingu og sá sem drepur af engri sérstakri ástæðu?
Er þá hægt að leyfa sér að drepa frekar eldra fólk, eða veikt fólk?Ef þú ferð að vega og meta dráp eftir gæðum fórnarlambsins hættirðu á að fólk leyfi sér frekar að drepa lággæða einstaklinga.
Er það þá ekki gerandinn sem er verið að refsa heldur gagnsemi fórnarlambsins sem er verið að hefna fyrir?Núverandi dómskerfi miðar refsingu við ásetning hins ákærða. Ef hann ætlaði að gera eitthvað illt er hann dæmdur fyrir það, ekki hvort honum hafi tekist það. Þú leggur, eftir því sem mér sýnist, til að dóm eftir ásetningi verði skipt út fyrir ópersónulegt tölfræðilegt mat á gæðum einstaklinga.
Út frá siðferðis umræðu myndum við alltaf komast að þeirri niðurstöðu að það væri rangt að fórna einum fyrir hópinn.