Hokeypokey:
Lestu bara efnið sem liggur til prófs, og reyndu síðan að taka prófin ekki of hátíðlega.
Þú hugsar mun skýrar ef þú ert afslöppuð, vel sofin og ekki að velta nánustu framtíð of mikið fyrir þér.
Ekki hugsa um prófið, nema bara að vita hvernig próf eru líkleg, til að miða lesturinn við. En alls ekki fara sífellt að velta vöngum yfir því hvort prófið verði erfitt eða létt eða svona og hinsegin, meira en þú þarft til þess að ákveða hvað þú ætlar að lesa betur en annað.
Nákvæmlega sama og allt annað, undirbúðu þig undir atburðinn, gleymdu honum svo. Ef tveir menn undirbúa sig jafn vel undir e-ð, annar eyðir miklum tíma í að velta atburðinum fyrir sér og hugsanlegum atvikum sem gætu hennt hann, en hinn undirbýr sig og gleymir atburðinum svo þar til hann tekur þátt í honum; þá myndi ég veðja á þann sem gleymdi öllu um atburðinn eftir að hann var búinn að undirbúa sig. Sá sem fylltist þráhyggju um atburðinn, er mun líklegri til að vera að farast úr áhyggjum og vera taugaóstyrkur, og þal ekki hugsa eins skýrt og hinn.
Ss lærðu bara fyrir þetta próf, ekki pæla í prófinu sjálfu, mættu bara og gerðu þitt besta. Einfalt mál. En ekki altaf auðvelt að framkvæma. ;)
Sjálfur er ég taugahrúga fyrir flest próf, sérstaklega ef ég á séns á að fá fullt hús. :)
Kveðja
VeryMuch