Hvað er frelsi?
Getur einhver verið frjáls og á sama tíma tekið þátt í samfélaginu?
Mér finnst það hljóma meira skemmtilega að rækta mér í matinn heldur en að vinna einhvera skítavinnu fyrir pening til að kaupa mat meðan stóri maðurinn græðir mest á því sem ég geri.Ef þér finnst þú vera skyldaður til einhvers þá líður þér sem frelsi þitt sé skert. Ef svo vill til að þú sért í því kerfi sem þér finnst ákjósanlegt reynir ekki á hve marga valkosti þú hefur, en fjöldi valkosta er einmitt mikilvægur hluti frelsis.
Og þú greiðir ekki samfélaginu, þú greiðir milljarðamæringum sem græða mikið meir meðað við laun sem þeir borga fólki, og meðað við peningaveltu í heiminum gætu allir átt nóg af pening.Það má vel vera, en það tengist ekki frelsi. Engu að síður verð ég að benda á að milljarðamæringarnir eru hluti af samfélaginu, og þeir veita peningum út í það aftur með fjárfestingum og kaupum. Ekki að það sé endilega ákjósanlegt.
Ömurlegt t.d. hef ég mikinn áhuga á fótbolta en ég get ekki keypt mér almennilega fótboltaskó, allt frá Nike og Adidas og flr fyrirtæki. Treysti ekki á hvað ég er að styrkja.Mér finnst frábært að þú hafir í huga hvað þú styrkir með kaupum á hlutum. Ég veit sjálfur ekki hvort sé mikil þrælkun í gangi í fyrrnefndum verksmiðjum, hvort fólkið í þeim hafi val um að vinna þar, en það væri áhugavert að komast að því.
Það er alltaf eitthver einn sem á meira, framleiðir meira eða er bara betri í að stjórna og þar af leiðandi endar það alltaf í vitleysu.Það skiptir engu máli ef einhver er betri stjórnandi ef fólk gengst ekki undir stjórnun.
við þyrftum ekki að gera neitt af þessu ef við værum ein.Við þyrftum að gera þetta allt sjálf. Í samfélagi er verkaskipting, svo samkvæmt þessari röksemd erum við frjálsari í samfélagi en einsemd. Frjálsari frá vissri vinnu, að minnsta kosti.
Já ég myndi líka segja að skuldbindingar skerði frelsi, en maður lendir í dálítilli mótsögn ef að auknir valmöguleikar veita aukið frelsi og með auknum skuldbindingum opnast fleirri valmöguleikar.Það er ekki mótsögn, frelsi er samsett úr tveimur liðum sem eru samverkandi, og þótt einn geti dregið úr hinum eða aukið við hann er frelsið enn summa þeirra. Engin þversögn.
Líka þegar maður hugsar út í að sumir vilja ekki hafa of marga valmöguleika og finnst þeir flækja hlutina, hjá þeim hlýtur þá skuldbindingar leysið að vera frelsi, en á sama tíma hafa þau ekki jafn mikið valfrelsi og hinn sem tekur á sig skuldbindingar, þannig að það er frekar erfitt að sjá hvor einstaklingurinn er frjálsari.Þetta er dæmigerða Freedom is Slavery pælingin, en öllum þarf ekki að finnast frelsi ákjósanlegt. Skilgreining frelsis helst óbreytt þótt sumt fólk vilji hafa færri valkosti. Það er ekki kallað valfrelsi að ástæðulausu.
en það er vissulega þannig að flest samfélög vinna markvist að því að taka valmöguleika frá okkur.Hún hljómaði frekar neikvæð í mínum eyrum en þegar maður hugsar betur út í það þá er hún alls ekki það neikvæð, nema þá þegar það er gengið of langt.