Er maðurinn gráðugur?
Svona yfir heildina litið.
ef þú lagðir þá vinnu fram fyrir samfélagið sem samsvarar framleiðslu á t.d stóru sjónvarpiÞú leggur vinnu fram fyrir sjálfan þig. Ef þú ætlar að vinna fyrir samfélagið, hver á þá að vinna fyrir stóra sjónvarpinu þínu?
Á marga vegu ef einn græðir er annar að tapaLang oftast græða báðir. Það að einn græði á því að annar tapi er undantekningar atriði sem á við um þjófnað og fjárhættuspil.
Svo virðist sem það skipti litlu máli hvort fólk lendi í hjólastól eða vinni stóran lottóvinning, ári síðar eru viðkomandi einstaklingar jafn hamingjusamir.Og svo virðist sem við getum fært okkur úr hellum í hús, frá veggjamyndum til veggfestra sjónvarpsskjáa, og samt verið jafn hamingjusöm (þótt við notum gífurlega aukið magn auðlinda í leiðinni). Mér sýnist mörg okkar (þetta er satt í mörgum vestrænum löndum, ég er ekki viss með önnur) þrífist á samkeppni, á kapphlaupi um að vera með betri lífsgæði en nágrannarnir. Þetta hefur leitt til lengri ævi og aukinna starfsmöguleika, en ekki meiri hamingju. Ef hamingja er illskiljanleg (ég er sammála að hún er það) þá er kannski einfaldara að ímynda sér hvernig líf væri án hennar. Tilfinning tilgangsleysis sýnist mér vera rauði þráðurinn í hvers kyns þunglyndi og óhamingju, enda er slagorð þunglyndis “what's the point?” Þetta gæti skýrt vinsældir trúarbragða, sem skrifa fyrir mann ekki lítið flotta ævisögu fyllta tilgangi og djúpri merkingu (þótt hún sé auðvitað líklegast blekking).
[Einum] finnst sjónvarpið meira virði en sá tími sem tekur að vinna sér inn fyrir því, hinum finnst tíminn meira virði en sjónvarpið. Hvor er gráðugur?Það er grundvallarmunur á að vera gráðugur á auðlindir og gráðugur á tíma. Ef þú tekur þér tíma dregst hann ekki frá neinum öðrum. Auðlindir eru aftur á móti takmarkaðar.
til dæmis með því að fara í sund í sjónumBull. Það þarf gífurlega mikið vatn og salt til þess að hafa sjó. Það þarf gífurlegt magn af sólarljósi til þess að hita upp þennan sjó og þegar þú syndir í sjónum þá tekur þú pláss.
Sjö milljarðar manns gætu farið að synda í sjónum og hver haft tæpa níu metra strönd útaf fyrir sigSem sýnir í raun hversu takmörkuð auðlind strandlengjan og syndanlegur sjór er í raun og veru. Við getum talið metrana á fingrum beggja handa! :D
En er ekki allt eins hægt að segja að allar tækniframfarirnar séu gagnslausar ef við njótum lífsins engu meira nú en áður?Þó svo að hamingja hvers og eins einstaklings sé frekar stöðug yfir ævina, sama á hvaða tímabili það er (þegar litið er á heildarmyndina), þá bendir þú réttilega á að þó svo að við verðum ekki hamingjusamari á hverja tímaeiningu þá getum við aukið lífslíkur og fjölgað mannkyninu og aukið þannig ‘heildarhamingjuna’.
Er eitthvað sem segir að fólk þjáist meira af þunglyndi og óhamingju núna en áður fyrr?Ég hef ekki hugmynd. Mér finnst bara ómerkilegt tal um hvernig við höfum meira vöruúrval og stærri íbúðir og flottari flatskjái ef ekki er minnst orði á hvort nokkrum líði betur.
Það þarf gífurlega mikið vatn og salt til þess að hafa sjó. Það þarf gífurlegt magn af sólarljósi til þess að hita upp þennan sjó og þegar þú syndir í sjónum þá tekur þú pláss.:(
Það að auðlindin sé mjög stór þýðir ekki að þú hindrir ekki aðgang annarra þegar þú notar hana…. já, ég er leiðinlegur við þig
Sem sýnir í raun hversu takmörkuð auðlind strandlengjan og syndanlegur sjór er í raun og veru. Við getum talið metrana á fingrum beggja handa!Þetta fólk gefur okkur olnbogarými.
En annars vil ég taka fram, aftur til öryggis, að ég var aldrei að tala um hamingju heldur var ég að tala um hvernig maður nyti kvikmynda betur :)Jújú, það var bara samanburðarhyggjan sem ég var að benda á að væri rót alls ills í nútímasamfélagi! Fyrir utan stríð, hungursneyð og sjúkdóma. Það má segja að samanburðarhyggja meðal þeirra sem hafa fyllt grunninn á þarfapýramídanum sé vandamálið. Ef samanburðarmódelið er rétt þá þýðir það að á svæði með opið upplýsingaflæði um lífsgæði er hamingja nokkurn veginn fasti. Ef það svæði stækkar svo það tekur til alls heimsins verða sum lönd hamingjusamari en önnur óhamingjusamari. Annars veit ég ekki hvernig þessi samanburður fer fram. Þarf manni að stafa hætta af að detta niður í óhamingjusama ástandið? Þá skiptir engu máli hversu skítt fólk í Afríku hefur það, okkur mun ekki líða betur. Það gæti líka skýrt hvers vegna við verðum óhamingjusöm ef nágranni okkar fær stærri bíl: okkur finnst við hafa brugðist við að hafa ekki tekist það sjálf.
Mér finnst bara ómerkilegt tal um hvernig við höfum meira vöruúrval og stærri íbúðir og flottari flatskjái ef ekki er minnst orði á hvort nokkrum líði betur.Pössum okkur nú. Er vellíðan það sama og hamingja? Það er alveg hægt að segja að maður sem horfir á flatskjá líði betur en manni með túbuskjá, þó svo að sá síðargreindi sé ómeðvitaður um það þar til hann prófar að horfa á flatskjá.
Það er alveg hægt að segja að maður sem horfir á flatskjá líði betur en manni með túbuskjá, þó svo að sá síðargreindi sé ómeðvitaður um það þar til hann prófar að horfa á flatskjá.Mér sýnist frekar að það sé nýjabrumstilfinning sem kemur af því að bæta kost sinn. Mér leið vel þegar ég horfði á sjónvarpsþætti í lélegri upplausn fyrir þremur árum. Nú er ég vanur HD og líður illa yfir þeim gömlu (nema ég venji mig aftur á þá, sem ég gerði í síðustu viku með því að horfa á gamla House seríu, svo fékk ég nýjabrumstilfinninguna aftur þegar ég skipti aftur í HD). Það er sjaldan sem gæðin í núverandi þáttum koma mér á óvart eða gleðja mig, það er bara í samanburðinum sem manni líður betur, og slíkan samanburð má finna á flestum stigum tækniþróunar. Fyrir hundrað þúsund árum hefur örugglega verið einhver monthani með geggjaðan tinnustein sem lét öllum hinum líða eins og fávitum.
Ef það væri ekki betra að horfa á flatskjá, ef það væri ekki betra að hafa vöruúrval og ef það væri ekki betra að eiga stórar íbúðir þá myndum við ekki kaupa okkur alla þessa hluti.Við kaupum það besta (eða miðum að því), því eins og ég sagði metum við kost okkar með samanburði. Ef það væru bara til tvær sjónvarpstegundir í heiminum, svarthvítt tíu tommu og lita tólf tommu myndi okkur ábyggilega líða svipað betur við að kaupa það betra eins og núna við að kaupa 50“ flatskjá frekar en 30”. Nýjabrumstilfinningin væri enn sterkari ef við færum beint úr svarthvíta 10“ í flata 50”, en í báðum tilfellum dregur vaninn okkur niður á eitthvað eðlilegt stig, eins og þú bentir á áður: við föllum iðulega að öllu óbreyttu á einhverja hamingjujafnsléttu. En það er ekki allt óbreytt, þessir valkostir um mismunandi gæði mæta okkur á hverjum degi, svo við hömrum hamingjuna upp og niður reglulega. Vel á minnst, samanburðurinn sem ég minntist á er ábyggilega bara upp á við. Okkur líður ekkert betur að kaupa 50“ flatskjá þótt 10” svarthvítum hólki sé bætt inn í sýningarsalinn. Nagli í líkkistu kyrrahafseyjuhugmyndarinnar.