Finnst ekki rétt að stela af öllum fyrirtækjum. En eins og þetta er í dag þá eru nánast öll fyrirtæki, verslanir og stofnanir hér og ALLSTAÐAR í heiminum tengdar einhverjum viðbjóðslegum málum, annaðhvort þjófnaði á fólki og landinu eða brot á mannréttindum, þrældómur og morð t.d.
Stóryðja og kapítalismi hefur alltaf verið brot á mannkyninu. Vissulega var samt “kommúnismin” sem ríkti um allan heim álíka vondur en það skilgreini ég ekki sem alvöru kommúnisma.
Ég vil þetta allt í burtu og veit að þessir menn og stóryðju hvaðanæva út í heimi tengjast miklu viðbjóðslegri málum heldur en að fólk sé að hnupla úr búðunum þeira.
Af hverju ætti ég ekki að stela úr búðunum þeirra ef ég vil að stofnanir og fyrirtæki þessara manna hætti.
Enda á ég voða erfitt með að kaupa hluti því maður veit ekkert hvað maður er að styrkja.
Ég myndi aldrei stela af manneskju eða fólki með sjálfstæðan rekstur, Tómasar búð er frábær matvöruverslun og kolaportið góður markaður, þetta er ekki í eigu einhverja vafasama manna.
Hagkaup, N1, 10-11, Krónan, Bónus, etc. etc, allt tengist þetta útrásinni.
Við eigum inni hjá þeim.