Það er hinsvegar alveg fræðilegur möguleiki á því að ef við gefum okkur óendanlegan tíma þá munum við á endanum geta skilið allt sem hægt er að skilja. Það eða eithvað sköpunarverk okkar, möguleikinn á
Tækni sprengju væri tildæmis hentugur í þeim tilgangi.
Spurningin um raunveruleikan er samt svolítið öðruvísi þar sem hún gefur sér að við séum ekki raunveruleg þó svo við séum alveg sannfærð um það. Ef þú lítur út um gluggan er ekkert sem gefur til kynna að það sem þú sérð sé ekki raunverulegt. Þar af leiðir er svolítið erfitt að svara spurningu sem gefur enga möguleika á því að nálgast svarið, “allt sem þú upplifir er gabb, þetta er ekki til í alvöru.” allar tilraunir okkar og athuganir myndu líka vera gabb og allar okkar hugsanir.
Skemmtilegri pæling væri kanski að ef við gefum okkur að ekkert af þessu sé alvöru og mig sé bara að dreyma, þú ert bara ímyndun mín og ég sé í raun fiðrildi. Afhverju er þessi ímyndun ekki raunveruleg ? Hún er vissulega til, bara ekki á þann hátt sem ég tileinka raunverulegum hlutum vanalega, ímyindun er til í hausnum á mér (fiðrildinu) og hefur raunverulegar afleiðingar.
Á ég að afneita þessum raunveruleika af þeirri einu ástæðu að hann er ekki það sem ég hélt að hann væri ? Ef ég fer út í búð og kaupi nammi og verð ánægður þegar ég borða það, er það eithvað öðruvísi en að halda að ég hafi farið út í búð og orðið ánægður þegar ég hélt að ég borðaði nammið ? Eða hélt ég bara að ég hefði orðið ánægður ?
:O D: =^.^=