Crusader:
Mér finnst ekkert ólíklegt að það sé e-r líf úti alheiminum, mér finnst raunar mjög ólíklegt að þar sé ekki líf.
Varðandi líkur á vitsmuna líf, af því lífi sem er í alheimi, þá er það vel hugsanlegt. Þeas ef líf er til annarstaðar, því þá ekki að það hafi þrósas eins og okkar. Hversvegna ættum við að vera undantekningin fremur en reglan? En þetta eru getgátur.
Aftur á móti þykir mér líkurnar að geimverur, vitrænt líf, annarstaðar úr alheimi, séu að sniglast hér ólíklegar.
Hversvegna ættu þær að læðupokast þetta, hvaða ástæður hafa þær fyrir því?
Hversvenga eru myndir af geimverum ólíkar innbyrðis? Er ekki nógu ólíklegt að hér sé ein tegund geimvera. Vekur það ekki efasemdir að tegundirnar séu fleiri en ein, hvað þá fleiri?!
Hversvegna eru falsanir svona algegnar á tilvist geimvera hér? Hvaða þörf er á að falsa þetta víst þessar geimverur eru að sniglast þetta?
Eru hugmyndirnar sem við byggjum á ekki alveg jafn líklega byggðar á fölsunum? Er ekki jafnvel líklegra að enn fleiri tilvik byggist á misskilningi sem er útskýranlegur, enn fleiri tilvik en falsanirnar.
Hversvegna eru geimverur svona vinsælar? Er ekki hugsanlegt að vinsældirnar geimveranna séu orsökin á tilvist þeirra. Þeas vinsæl þjóðsaga. Hversvenga ættum þjóðsögur ekki að verða til í dag eins og þær hafa alltaf gert? Mér finnst þetta vera grunsamlega skylt við skrýmslasögur og/eða draugasögur, sem mannfólkið er svo gjarnt að búa til.
Einnig þykir mér sumar hugmyndir um geimverur vera eins og spéspegill af hugmyndum jarðarbúa. Þeas að allt sem við vitum um geimverur er hægt að rekja til einskonar útúrsnúnings af því sem við þekkjum hér á jörðinni. Hversvegna fylgja þessum sögum ekki e-ð sem er hugarflugi okkar algerlega framandi þe “alien”.
Mér finnst vitrænar verur frá öðrum hnöttum vera nógu ólíklegt; mér finnst manngerðar þjóðsögur vera nógu líklegar.
Þitt er valið. ;)
Kveðjur
VeryMuch