Ég og ein kona úr bekknum mínum áttum að vera mótmælendur eftir fyrirlestur um afbyggingu. Ég var búin að hugsa eitthvað sem mér fannst snjallt að segja, en hætti við að segja það. Kom ekki upp orði og konan með mér í þessu hún talaði meira.
þetta var um afbyggingu/niðurrif. Jaques Derrida vildi rífa niður ýmislegt eins og tákn í listaverkum og merkingu á listaverkum- t.d. ef ekki var vitað hvort listamaðurinn sjálfur eða aðstoðarmaður listamannsins hafi gert verkið með honum eða fyrir hann og listamaðurinn svo skrifað undir. Sumt er ekki sannað í þeim málum. Svo heyrði ég að ein stelpan á fyrirlestrinum sagði að það væri ekki til afbygging í arkitektúr, þá hugsaði ég með mér að þegar Brunelleschi dó og átti eftir að byggja hvolfþakið á Dómkirkjuna í Róm þá voru aðrir sem tóku við byggingunni. En þetta passaði ekki hjá mér þessi hugsun, því það var sannað að aðrir byggðu hvolfþakið, en Brunelleschi var með hugmyndina. Þetta gat ekki kallast niðurrif af því að það var satt að aðrir héldu byggingunni áfram. Gott að ég þagði en mér fannst vera svo lítið sem ekkert gagn að mér sem mótmælanda