Haha, ég vissi vel að þú værir skynsamari en dagsdaglegu afneitendur kenningarinnar. Þú mátt hætta að segja mér það ;)
Þar sem okkur greinir á er hvort við mennirnir séum að taka fram úr náttúrunni hvað varðar áhrif á loftslag í framtíðinni. Mér er illa við að nota orðið “náttúrulegt”, því það gefur í skyn afmörkun sem er ekki til í alvörunni. (Ég er ekki að skamma þig í einu né neinu, ég tók bara fram fyrri punkt frekar harkalega því þú gagnrýndir mig á frekar gömlum og þreyttum forsendum sem ég hef orðið fyrir oft áður af heimskara fólki en þér.)
Ef þú lítur á grafið frá
Vostok borkjarnanum sem ég hef bent á áður og lítur á samhengið milli koltvíoxíðsútblásturs og hitastigs og spáir í þeim tölum sem ég benti á áður, að við erum komin á um 385 ppm koltvíoxíðs, þá sérðu glöggt að hér erum við búin að taka vel og vandlega fram úr nokkrum “náttúrulegum” sveiflum, þ.e. sveiflum sem hafa átt sér stað án mennskrar íhlutunar. (Við erum meira að segja komin meira en sveifluvíddinni fram úr hæsta punkti sveiflunnar.)
Til að taka það skýrt fram enn og aftur, þú þarft ekki að vera pirraður út af skilningsleysi. Þú virðist hafa ágæt tök á kenningunni um hnattræna hlýnun, allt að þeim mörkum hvað varðar hversu stórtæk sú hlýnun er miðað við “náttúrulegar sveiflur”. Hér er punkturinn sem mér finnst mikilvægur: þó sveiflur eigi sér stað án okkar afskipta, þá þurfum við að líta á þetta raunsæjum augum. Hækkandi yfirborð sjávar veldur raunverulegum vandamálum fyrir fólk víða í Kyrrahafi og annars staðar, hækkandi sýrustig sjávar vegna hækkandi koltsýrumagns (sjórinn fangar koltvíoxíð úr loftinu og hægir þannig á upptöku þess… en ekki að eilífu) veldur hruni vissra stofna fisktegunda háðum annað hvort sýrustiginu eða fæðu háðri sýrustiginu. Þetta eru vandamál (og í raun aðeins toppurinn á ísjakanum, en ég vil ekki að þú skammir mig fyrir að telja upp þennan lista fyrir þig líka :P) sem blasa við okkur og við ættum, í ljósi þess að við vorum fær um að valda þessu, að íhuga hvort við getum ekki snúið þróuninni við. Ekki bara til að bjarga fiskunum, heldur líka sjálfum okkur.