Leti = óhamingja = leiðindi!
Að mínu mati er leti einn ömurlegasti hlutur í heimi.
Ég átti góða vini og var með þeim nánast hvern dag.
Svo byrjaði ég að hanga meir og meir í tölvuni.
Áður en ég vissi af var ég farinn að hanga alla daga í tölvunni og nenti ekki að gera neitt.
Þá áhvað ég að þetta gengi ekki lengur.
Ég áhvað að byrja hringja í vini mína aftur og reyna að verða vinur þeirra aftur.
Það var eins og þeir vildu mig ekki aftur.
Ég var búinn að vera algjör fáviti og ekki nenna að tala við neinn.
Mætti segja að ég hafnaði vinum mínum og núna höfnuðu þeir mér.
En hvað gerist þá ?
Ég byrja aftur að húka heima yfir tölvuni eða sjónvarpinu alla daga.
Mig minnir að ég þyngdist um ca. 20 kíla á einhverjum smá tíma í tölvuni. Ok, þetta er ekki eitthvað fittness prógram hérna en samt.
Það er oft sagt að leti lengi lífið.
Leti = óhollusta = maður verður bara spiiik feitur!
Leti = ein af dauða syndonum 7.
Þetta var eins og þunglyndi en ég var ekki þunglyndur…
Hefur eitthvert ykkar lent í þessu ??
Látið mig vita hvað ykkur finnst.