Nokkrir félagar mínir, sem eru í MR, geta ekki hætt að tönglast á því að lína sé endalaus og það fer virkilega í taugarnar á mér.
Hvað er málið með þetta, hvernig getur lína verið endalaus?
Er lína bara huglægt strik?
Einhver með þetta?
Og ef hún er endalaus í báðar áttir þá væntanlega byrjar hún hvergi. Þá getur hún ekki verið til því allt sem er til þarfnast byrjunar, right-o?
Þetta er, að vísu, alveg lúmsk heimspeki.Nei. Þetta er stærðfræði, reyndar ein af forsendum evklíðskrar stærðfræði, ef þú vilt vera nákvæmur. (Ég reikna með að þetta eigi flest við um gleiðbogafræðin líka, fullyrði samt ekkert um það.) Það sem er heimspekilegt er hvernig þetta tengist umheiminum, hvort þetta sé raunsannt, etc. Næsta spurning er til dæmis heimspekileg:
…allt sem er til þarfnast byrjunar, right-o?No-o. Það er bara breyskleiki manna sem krefst þess, við getum ekkert fullyrt um hvort eitthvað verði að hafa byrjun ef það er til, það er bara rökfræðileg forsenda (enda ósannanleg fullyrðing: ósannanlegar fullyrðingar sem gengið er útfrá kallast forsendur), sem ég fellst ekki á.
En sko, hvernig getur eitthvað verið til án þess að hafa orðið til?Hvað var áður en fyrsti hluturinn varð til? Þú leysir óleysanlegt vandamál með meiri óleysanleika. Og jú, alheimurinn gæti þess vegna hafa verið til “alltaf”. Við vitum ekki hvað gerðist fyrir miklahvell (og höfum litla möguleika að finna það út), sem þýðir ekki að ekkert hafi verið þar á undan.
“MR-stærðfræði” sem skilgreinir og sannar allt betur en aðrar “stærðfræðir”Nei, MR kennir bara meiri stærðfræði, fer dýpra í hana og gerir hærri kröfur til skilnings, skýrleika og nákvæmni.
Lína er safn þeirra punkta sem gengur í gegnum tvo ákveðna punkta út út frá þeim.
Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist miðja eða miðpunktur hringsins.
Samkvæmt þessu “byrjar” hringur hvergi. Allir punktarnir sem mynda hringinn eru jafngildir og koma til sögu á sama tíma og því mætti líta svo á að mengi allra punktanna sem mynda hringinn sé upphaf hringsins.
Oft getur þó verið gagnlegt, í ýmsu öðru samhengi, að hugsa sér tiltekinn “upphafspunkt” á hring, til dæmis þegar reikna skal bogalengd (e. arc length) á einingarhringnum, en það er hringur með geisla (e. radius) =1. Upphafspunkturinn væri þá á þeim stað á hringnum þar sem hringurinn sker x-ás eða lárétta ásinn, hægra megin við y-ásinn. Þessi punktur hefur hnitin x = 1 og y=0.
þá hlýtur y að einnig að taka á sig óendanlega mörg gildi.Svo lengi sem a sé ekki 0
Þetta er ekki lína! Þetta er bara ljótt KRASS!!!