Kundera:
Eftir að hafa horft á fleiri náttúrulífsþætti en tölu verður á komið, þám á þætti um apa. Þá hef ég einmitt velt þessu fyrir mér, í raun eru sumar ættir mun meiri menn en apar, þam eru mannlegir þættir í fari þeirra óumdeilanlegir. Svo virðist sem apar séu nú þegar farnir að “tala” með hjálp “lyklaborða” með táknum sem þeir skilja, og hvert tákn orsakar rödd sem segir e-ð á ensku, og aparnir skilja þetta, eins og ef talað er beint við þá úr mannsbarka. Þetta tilfelli á við um “bonobo” ef ég man heitið rétt, sem er ákveðið afbrigði af simpönsum sem eru þónokkuð mannlegri en venjulegir simpansar. Þeir stunda td kynlíf venga ánægjunnar vegna, og ganga mun oftar uppréttir, auk þess er samfélag þeirra samsett á annan hátt, en ég þori ekki að fara lengra af hættu við að segja e-ð sem ekki stenst. Við þekkjum einnig tilfelli um górillu sem talar táknmál, þó held ég að samskipti hennar séu ekki eins drastísk eða áhrifamikil og áðurgreind tilfelli, mig minnir að górilla sú heiti “Kókó”.
En þess verður að geta að hér er um að ræða fjölda apa sem hægt er að telja á annari hendi. En þessir sérþjálfuðu og eflaust afburðargreindu apar hljóta að gefa vísbendingu um möguleika tegundarinnar í heild, íþm þeirra allra greindustu.
Ég tel að mannréttindi fyrir apa geti verið töluvert nærri lagi. Þar sem apar virðast mér vera mannlegri en almennt er viðurkennt. Þannig að etv þarf litla lagabreytingu til að tala tillit til apa, í mannréttindalögjöfum heimsins. ;)
Kv.
VeryMuch