Sókrates:
Nikkið vekur með mér vonir um að það komi e-ð af viti frá þér hér á huga, vonandi veldurðu okkur ekki vonbrigðum. ;)
Hugarfarið hér á huga veltu á því við hvern þú talar, eins og í hvaða samfélagi sem er, bíst ég við. En það áhugaverða við það, er að þú getur sannarlega haft áhrif, og lagt þitt af mörkum, til að móta “tíðarandann”, ef hann er til staðar. ;)
En svo við leiðum hugan að vangaveltum þínum um Tilganginn, með stórum:
Tilgangurinn er að mínu mati ekki til staðar. Hugtakið er mótað af mannlegri hugsun, sem gegnur mikið út á að allt þjóni markmiði. En við erum hér einfaldlega, og þetta eigum við sameiginlegt.
Ég er í rauninni soldið á því að líf hvers og eins sé soldið eins og listaverk, sé háð svipuðum lögmálum og listsköpun. Lífið er að mínu viti af samameiði og einhverskonar list.
Annars hef ég svarað þessu svo oft að fúttið er farið úr svarinu hjá mér, þetta er soldið eins og tyggjó sem er orðið bragðlaust en ég er enn ekki búinn að skirpa því, meira af því að ég lifi enn í minningunni um bragðið, og hef ekki tekið af skarið með að hætta þessu jórtri. Þú ættir að leita af gömlum svörum frá mér um þetta mál, þau eru eflaust bragðmeiri.
Kveðjur og hamingja
VeryMuch