Hvernig veist þú að til eru sálir eða himnaríki? Hvernig veistu að þó svo að ég vilji eitt að sálin vilji annað.
Sem dæmi: Ef ég get selt sál mína djöflinum þá er ég (persónan) greinilega ekki sama fyrirbærið og sálin.
“Og dauðanum og Helju var kastað í eldsdíkið. Þetta er hinn annar dauði, eldsdíkið. Og ef einhver fannst ekki skráður í lífsins bók, var honum kastað í eldsdíkið.”
Þetta er úr opinberunarbókinni. Samkvæmt þessu þá mun sál þín ef hún er ekki skráð í lífsins bók verið kastað í eldsdíkið sem að er dauði sem að er endanlegur, það er, þurrkuð út að eilífu. Hvernig geta sálir verið ódauðlegar ef hægt er að eyða þeim á þennan hátt?
En eins og kemur fram á öðrum stað í biblíunni:
“Esekíel 18
20 Sú sál sem syndgar skal deyja ”
Þannig að fyrirheitið um eilíft líf er bara ekki til. Oft tala trúarleiðtogar/trúboðar um að þeir vilji bjarga eilífri sál þeirra sem þeir eru að reyna að fá yfir á sinn væng. Ættu þeir þá ekki að taka þetta fram sem fyrirvara? Auk þess, ef maður, þar af leiðandi sálin, syndgar, á þá sálin ekki að deyja?
Auðvitað getur þú sagt að Jesús trésmiður hafi dáið fyrir syndir mannana og þar með hrakið þessi rök mín. En ég þori að fullyrða ef ég myndi rannsaka biblíuna betur þá gæti ég fundið klausu sem myndi hrekja þá staðhæfingu. En þá gæti ég fundið enn aðra og hringavitleysan myndi halda áfram.
En ég legg annars til að þú haldir þínum tilraunum til að koma fólki eða pörtum af því á staði sem að eru kannski bara uppspuni á viðeigandi áhugamáli, það er Dulspeki.
Nema auðvitað að sálir þýðir fólk og himnaríki bar þá skal ég ólmur koma.