Oft á tíð hef ég verið að velta fyrir mér hvernig spurningu myndi ég spyrja alviturt afl ef mér gæfist tækifæri til þess. Ég hef rúllað þessari hugmynd fram og til baka og ég hef reynt að ímynda mér hvernig svar ég myndi fá fyrir ýmsa spurninga; hvort þau myndu nægja eða hvort að svarið myndi láta fleiri spurninga poppa í hausnum. Þetta er eitt dæmi:
“What is the question that I really want to know the answer to?”
Ef ég væri að spyrja þessa spurningu væri ég ekki líka að gefa sjálfum mér svarið? Þar sem að mig langar til þess að vita hvað svarið við þessa spurningu er. Hvað þá ef ég myndi spyrja að þessu:
“What is the question that I must know the answer to?”
EÐA
“What is the question that I really want to know, besides the one I am asking right now?”
Ég hef lengi velt fyrir mér hvað ég myndi vilja vita ef ég ætti tækifæri á því að spurja. Hvaða spurningu myndir þú spurja ef þú værir að spjalla við alviturt afl?