Allt sem við sjáum eru endurspeglanir af hlutum sem að kasta af sér ljósi. Við sjáum aðeins hluti sem að ljósið lýsir upp, þessir hlutir endurkasta síðan af sér litum og þess vegna sjáum við þá.
Það er sá möguleiki að það eru fleiri hlutir á sveimi, sem að kanski kasta ekki af sér ljósi eða þá að hugur okkar getur ekki höndlað upplýsingarnar um að þessir hlutir eru þarna. Kanski getum við ekki einu sinni snert þá.
Þetta vekur hjá sumum þá pælingu að við eigum okkar eigin heila, heilinn á ekki okkur. Þar sem við eigum okkar eiginn heila, og heilinn túlkar litina sem að við sjáum og við sjáum það sem við getum höndlað og það sem við viljum sjá. Afhverju getum við ekki stjórnað því hvað við sjáum. Fólk sér stundum hluti sem eru ekki þarna, ofsjónir er það kallað. Ef ég vil sjá bleika kanínu á borðinu fyrir framan mig, hvers vegna get ég ekki séð hana sterkt og skýrt fyrir mér þannig að ég sjái ekki muninn? Í rauninni ættum við að geta það.
Hvað fynst ykkur um þetta? Einhverjar skoðanir, leiðréttingar eða hugmyndir?
-Eddi Kaka