Datt þér ekki í hug að afla þér upplýsinga um málefnið frekar en að koma með svar byggt á því sem þú telur þig þekkja fyrir?
Sjálfur er ég ekki grænmetisæta og fell ekki undir þá skilgreiningu sem þú leggur í orðið ‘hippi’.
Ég staðhæfði það hinsvegar fyrr í þessum þræði að sérhver mannskepna gæti lifað á því tuttugu og eins ferkílómetra svæði sem henni, hugmyndafræðilega, gefst færi á.
Nú veit ég ekki hversu stór hluti landmassa jarðar er ræktanlegur, en þó hann sé einungis 1/250 er það ennþá 84m^2 á manneskju, sem er meira en nóg til þess að rækta mat sér til lifnaðar.
Rökrétt væri að nýta sér dýr, en sniðug staðreynd er að það er í raun og veru ónauðsynlegt.
Ef þú lítur vísindalega á orkuþörf mannsins, þá er það að jafnaði eitthvað í kringum 2500 kcal á sólarhring.
Talið er að kjörið sé að dreifa þessari orku í u.þ.b. hlutföllunum 55% kolvetni, 30% fitu og 15% prótein.
Miðað við 4kcal/gr.*kolvetni, 9kcal/gr.*fita og 4kcal/gr.*prótein, þá er þetta ca. 350gr af kolvetni, 85 grömm affitu og 95 grömm af próteini.
Ég hef ekki meiri tíma til að eyða í þetta hjal, svo ég mæli með því að þú, með þetta í huga, kynnir þér næringargildi hinna ýmsu(ræktanlegu, ef við erum enn að tala um það) hluta með þessa stöðulækkun á orkuþörf niður í rætur sínar í huga.