Sælt veri fólkið. Mig langar að deila með ykkur þessu gríðarlega sniðuga myndbandi sem ég sá, og fá álit og umræður um þessa hugmynd. Smá kynning fyrst.
Sjálfum hefur mér alltaf þótt deilur um stjórnmál og hagfræði og slíkt frekar… “retarded”… eitthvað. Munurinn á vísindum og stjórnmálum er að í stjórnmálum er nær aldrei hægt að prófa neitt. Deilur standa jafnvel yfir áratugum saman en verða ekkert meira en álit gegn áliti.
Persónulega reyni ég að forðast orð eins og hægri og vinstri, til að (reyna að allavega) forðast að setja hugsun mína á “járnbrautarteina” og/eða að hoppa ofan í þrjóskar og bitrar skotgrafir með fólki. Ég hef einfaldlega áhuga á því sem *virkar*, hvað svo sem það kann að vera. Þannig að þegar ég sá þetta myndband varð ég auðvitað mjög áhugasamur. En þetta snýst samt ekki bara um prófanir, heldur líka um að gefa fólki *val* um hvernig reglur það býr við.
Jæja allavega, hvað finnst ykkur? http://www.ted.com/talks/paul_romer.html