Þetta eru bara goðsagnir :)
Ég hef heyrt þetta sama sagt á ensku um heimspeki í bandarískum háskólum.
En ég hef líka stundað nám í heimspeki við HÍ og það er alveg satt að stundum (í Inngangi að þekkingarfræði) er spurt “Hvað er spurning”. En það er aldrei nema einn liður af mörgum. Arnór Hannibalsson hefur kennt þennan áfanga í mörg ár og hann hefur ekki bara eina svona spurningu. Það er líka spurt um fleira. Próf sem ég tók einu sinni var svona:
1. Gerið grein fyrir hverjum neðanskráðra þátta: a) Að kunna, b) að þekkja, c) að læra, d) að spyrja, e) að kenna, f) að vita.
2. Lýsið sjónskynjunarferlinu. Hvernig fræðir það okkur um umhverfið?
3. Lýsið þessu ferli: [Hlutur] => skynreynd => skyneiginleikar => skynhlutur.
4. Hvernig veit ég, að sumar skynreyndir, sem ég upplifi í einhverri andrá, eru endurminningar (reynsla af einhverju liðnu). Hvaða hlutverki gegnir minni í að móta þekkingu?
Í öðru lagi, varðandi ritgerðina um hugrekki, þá vilja kennarar einmitt ekki að nemendur skilgreini hugtök með dæmum. Hvernig veit nemandinn til dæmis að þetta hafi verið dæmi um hugrekki ef hann veit ekki hvað hugrekki er? Ef hann veit ekki skilgreininguna á hugrekki? Það er ekki séns að gefin hafi verið tía fyrir svona “ritgerð” auk þess sem það eru ekki gefnar tíur fyrir ritgerðir svona almennt og yfirleitt.<br><br>_____________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________