Tómhyggja eða níhílismi er sú skoðun að gildi séu einfaldlega tilbúningur. Í þessu getur falist meðal annars að lífið sér merkingarlaust eða tilgangslaust, siðferðislegar vangaveltur um rangt og rétt séu tilgangslausar og að það sé ekki hægt að öðlast neina þekkingu. Vafalaust einhverjir verið þessarar skoðunar einhvern tímann fyrir 2000 árum. Siðfræðin og þekkingarfræðin varð eiginlega til til þegar Forn-Grikkir áttuðu sig á því að það væri mikill munur á siðum í hverju landi, sumir töldu því að siðir væru einfaldlega tilbúningur. Sófistar, sem Sókrates reis gegn, aðhylltust margir nokkurs konar tómhyggju um siðferði og þekkingu, þ.e. trúðu því að ekkert væri hægt að vita með vissu og að siðferði væri afstætt. Þetta er í sjálfum sér ekki heimspekistefna, en líklegast það sem þú átt við.