Þversögn lífs og skemmtana
Flestir reyna að lifa sem lengst, það er eðli okkar að reyna að viðhalda lífinu. En til hvers? Til þess að skemmta okkur og hafa gaman. En hvers vegna skemmtum við og höfum gaman? Til þess að tíminn líði hraðar. Svo væri það ekki rökrétt samkvæmt tilhneigingu okkar að skemmta okkur að fremja sjálfsmorð? Eða rökrétt samkvæmt eðli lífsins að lifa sem lengst og láta okkur leiðast? Hrikalegur útúrsnúningur hjá mér og verður til umhugsunar.