Hver er tilgangurinn með plánetu?
Hver er tilgangurinn með stjörnu?
Hver er tilgangurinn með tilverunni?
Hver er tilgangurinn með alheiminum?
Af hverju þarf að vera tilgangur með öllu þessu? Ég held þessi þráhyggja mannsins með að finna tilgang í öllu er upprunalega vegna þess að maðurinn skapar hluti með ákveðinn tilgang, þ.e. stól til þess að setjast á, föt til þess að hlýja sér.
Þar sem flest samfélög hafa í uppruna haft einhverja hugmynd um ‘skapara’ að alheiminum þá gefur augaleið að sá skapari, rétt eins og maðurinn, hlýtur að hafa skapað allt með einhvern tilgang.
Þú getur sagt að sólinn hafi þann tilgang að hlýja jörðinni, en mér finnst það bull. Það er eingungis afleiðing sólarinnar. Ef menn ætla að finna tilgang í öllu þá þurfa menn líka að finna tilgang í því þegar sólin þennst út og eyðileggur líf á jörðinni.
Hver er tilgangurinn með plánetum? Til þess að líf geti þrifist?
Fæstar plánetur hafa líf svo það getur ekki verið ástæðan.
Af hverju þarf að vera tilgangur með öllu? Það er enginn tilgangur, þetta bara er.
Tilgangur vitundarinnar er án efa að virka sem verkfæri og stjórnkerfi fyrir líkamann, til þess að tryggja afkomu hans og afkvæma hans.
En lífið í heild er tilgangslaust, svo mikið er víst
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig