Blomstur:
Hér er komment sem ég setti í kork sem er titlaður “Pælingar”, mér finnst það passa fínt hér inní.
“Ef ég væri spurður um upphaf heimsins eða hvernig hann hafi orðið. Væri svar mitt einfalt: Ég veit það ekki.
En svo getum við velt möguleikunum fyrir okkur.
Ef rök gilda um heiminn, þá getur e-ð ekki orðið til úr neinu. En kannski eru rök ekki allt. Þó ég haldi það nú persónulega. ;)
Á sama hátt að e-ð verði ekki til úr engu, þá sé ég ekki hvernig e-ð verður að engu.
Svo er auðvitað möguleikinn að heimurinn hafi alltaf verið til. Þá hlýtur hann alltaf að verða til, út frá rökunum að ofan. Þe ef rök gilda.
Mín skoðun er að heimurinn sé LÖGMÁL og hafi alltaf verið til, sé ávallt eins, og óumbreytanlegt. En okkar takmarkaða sjónarhorn sýnir okkur aðeins takmarkaðan hluta, auk þess að við erum bundin við takmarkaðan tíma, en tími er skv þessu aðeins okkar takmarkaða reynsla af tilverunni.
Heimurinn eru rök, einu rökin.
En ég ætla mér ekki að vita neitt, þetta eru vangaveltur og ályktanir, ekki vissa. Svarið væri því ávallt: Ég veit ekkert.”
Fín pæling hjá þér, haltu áfram að pæla og deila hugmyndum og pælingum með okkur hinum!
Kv.
VeryMuch