Ef tilgangurinn er að njóta lífsins, þá nærðu honum engan veginn með því að gera ekki neitt. Ef þú gerir ekki neitt, þá muntu fljótlega drepast.
Ég held að það sé nokkuð öruggt að fullyrða, að við vorum alls ekki sett á Jörðina. Að minnsta kosti, ef einhver setti okkur hérna, þá var það al-hugsunarlaust verk og hirðulaust - svona eins og krakki sem setur ánamaðka í skál fyllta af mold og gleymir svo.
Það er enginn sem segir að maður verðir að fara í menntaskóla (nema kannske foreldrar manns) - a.m.k. eru engin lög þess efnis. Og það er ver hægt að fara beint eftir grunnskóla að vinna á kassa hjá Nýkaup, afgreiða hjá Popeye's, eða standa við færiband að taka innyfli úr fiskum. Það er meira að segja hægt að fara á sjóinn - ef viljinn er fyrir hendi. En þá er möguleiki, að þegar að maður er orðinn fertugur og vel sjóaður (eða búinn að hækka um nokkur þrep hjá Nóatúni) að maður muni sjá eftir því að hafa ekki farið í menntaskóla og þaðan í háskóla svo maður geti e.t.v. verið í betur launaðri vinnu - og jafnvel innivinnu! Ég held að afar fáir læknar líti á þessi tuttugu ár (eða meira) sem fóru í menntun sem sóun, miklu frekar sem skynsamlega fjárfestingu.
Svo held ég nú að spurningin “Til hvers erum við hér á jörðinni?” sé dáldið ruglandi, þar sem að hún felur í sér að eitthvað annað hafi sett okkur hér með einhvers lags tilgang í huga - sem mér sýnist að sé alls ekki tilfellið. Mun betra væri að spyrja “Hvers vegna … ?”, þar sem þá er hægt að benda á ástæður sem þurfa ekki endilega að liggja há einhverri yfir-veru.<br><br>Þorsteinn.