En við erum svo limited… við vitum ekkert hvort eitthvað geti orðið betra eða ekki, þar sem við miðum allt út frá okkur sjálfum skiluru. Mér finnst kannski litli sæti kaffibollinn minn vera fullkominn heimur út af fyrir sig og bara algjörlega fullkominn, en á sama tíma gætir þú vitað um enn betri kaffibolla. What's up with that shit? Þá er kaffibollinn minn, sem einu sinni var fullkominn, ekki lengur fullkominn, þar sem að það er til betra kaffi. Við erum svo limited maður, við vitum ekkert hvað er best. Það eina sem við vitum er hvað er best úr okkar persónulegu reynslu og það er ekki eins og okkar persónulega reynsla sé spegilmynd af reynslunum frá hinum sex eða sjö milljörðum manna sem lifa á þessari plánetu. Reyndar er alveg kenning um það og það er macro-micro dæmið í hindúisma. I dunno.
En fullkomnun… um leið og eitthvað er fullkomið, þá er það ekkert fullkomið, er það? Ég held að hlutir verði að hafa sína “galla” til þess að hægt sé að sjá kostina. Kaffið sem ég er að drekka er mjög gott, en ef ég hefði ekki drukkið eins mikið magn af vondu kaffi og ég hef gert, þá hefði ég ekki kunnað að meta þennan kaffibolla jafn vel. Skiluru hvað ég er að meina? Við erum öll svo heimsk að við kunnum ekki að meta góðu hlutina fyrr en við höfum upplifað þá slæmu.
Hvað þýðir annars þetta orð? Fullkomnun? Ég var fullur í gær og “kom” (came). Brmmmtsss. Aulahúmor ftw! Samt srsly, hvað þýðir þetta orð?