Skoðanakönnunin sem nú er uppi (25.feb) fannst mér á vissan hátt skemmtileg… en eina spurningu vildi ég setja fram: ef lífið er sjúkdómur, er dauðinn þá ekki fremur lækningin heldur en hitt?
bara hugdetta…
annars finnst mér villandi og eitthvað furðulegt við að kalla lífið sjúkdóm… en kannski er þetta meira í ætt við skáldlega líkingu en heimspekilega útskýringu. Þetta er samt umhugsunarverð hugmynd finnst mér.
já, ég hræðist ekki dauðann, heldur lífið, því dauðinn er meðalið og lífið tilgangurinn. Tilgangurinn helgar meðalið, lífið helgar dauðann.
afsakið óskammfeilnina, en mig langar að deila með ykkur, kæru hugaspekingar og félagar, ljóði sem ég samdi fyrir mjög stuttu síðan um dauðann. úff hvað er ég að spá!
–
Dauðinn grét í gær
Dauðinn grét í gær,
en verður meinlaus á morgun,
því Dauðinn hann deyr, í dag.
Dauðinn grét í gær,
biksvörtum og þykkum tárum
yfir öllum sínum sárum,
en það er bara svona, sem greyið hlær.
Á morgun verður meinsvanur,
áður þakinn þyrnum stráðum
mun hleypa hömum bráðum,
Ljáberinn er þessu ekki vanur.
Já, í dag mun Dauðinn deyja,
vild´ei lengur lífið þreyja,
hugarstríð þarf hann að heyja,
en lífsins galdur mun Ljái geyja.
Hér verða brögð í tafli,
hvernig skal hann bregða fyrir sjálfan sig fæti,
til að falla á eigin bragði?
Hefst þá annar kafli?
–
arg! nú er nóg komið…<br><br><font color=“#800080”>_________________________</font>
<p><a href="http://www.simnet.is/unnst">ha?</a>(sorry if i don't like to write the way you like to read)</p