Ég vil taka það fram að ég er hvorki trúaður né trúleysingi ég er í hugleiðingum. Ég er að vonast til að trúaðir jafnt sem trúleysingjar geti hjálpað mér að útkljá þetta.
Finnst ykkur ekki merkilegt hvað allt er eins og skapað fyrir okkur?
Ég geri mér fulla grein fyrir ógnarstærð alheimsins en þetta er samt sem áður fullmikil tilviljun.
1. Við höfum höku til að verja hálsinn fyrir hnjaski ef við dettum
2. Við höfum tennur einmitt þar sem kokið er til að innbyrta fæðuna
3. Einmitt fyrir neðan kokið er vélindað en ekki lungað
4. Einmitt fyrir neðan vélindað er maginn en ekki hjartað
Finnst ykkur þetta ekki vera hannað?
En á móti kemur, að ef við vorum sköpuð af einhverju almætti værum við fullkomin, hence the almætti, en svo er ekki.
Það verða t.d. til gallar í DNA-inu, það ætti ekki að gerast ef almætti skapaði okkur. En hvað veit ég? Ég er aðeins lífvera á plánetu einhvers staðar úti í rassgati.
Einnig, ef það væri almætti, af hverju ættu þessar stökkbreytingar að gerast yfir milljónir ef ekki milljarða ára, af hverju ekki einn tveir og bamms? Af hverju ætti almætti að þurfa að fara í gegnum margar milljónir af þróunarferlum? What the crap?
Það er eins og það sé eitthvað, en það er þó ekki almætti.
Gerið ykkur einnig grein fyrir því að ef það myndu til að mynda finnast örverur á Mars, væri þá ekki allsherjar líklegt að þar myndu þróast lífverur með líkum leiðum og á jörðu? Ég er ekki að meina nákvæmlega sömu dýr, en myndu dýrin ekki líklegast þróast eins og hér á jörðu? Ekki bara einn tveir og bamms?
Einhver hlýtur að hafa búið til þetta dularfulla DNA, sem gerir það að verkum að lífvera úr maga móður verði ekki köttur.
Ég er EKKI að segja þetta sem heilagan sannleik svo ekki hrauna yfir mig, ég þarf bara einhvern vitran til að staðfesta báðar hliðar… og bera fram rök á móti mínum að sjálfsögðu.