Ég er á því að niðurstaðan helgi leiðina að því.
Þannig að ef e-ð dæmist góð niðurstaða, ss niðurstaða breytni, þá var og er breytnin dyggðug í því sértæka tilfelli.
En allt veltur þetta á hverju tilfelli fyrir sig.
Þetta er eins og að skjóta ör af boga. Við ákveðum markmiðið, og spennum boga og sleppum örinni. Ef við hittum í markið, eða ásættanlega nálægt því; þá var skotið dygðugt, þe breytnin dyggðug.
En allt veltur þetta á aðstæðum. Breytni í sjálfu sér er skv þessu hvorki dyggðug né ódyggðug, hún er bara það sem hún er.
Fólk getur verið ósammála um markmið, og þal ósammála um hvort niðurstaða breytni er dyggðug eða ei.
Þal ef bogmaðurinn skýtur í mark, en dómarinn segir nei þetta er ragnt mark, þú áttir að skjóta í hitt við hliðina á þessu. Þá er niðurstaðan ódyggðug af mati dómarans en ef einhver er ósammála honum, og telur markið sem bogmaðurinn skaut í rétt mark, þá er breytnin dyggðug skv honum. En svo er bara spurning hvor ræður. Venjulega er það einfaldlega sá sem ræður, sem ákvarðar “dæmir” hvað er dyggðugt og hvað ekki.
Kannski er besti dómur um dyggð, “dómur sögunnar”. ;)
Jæja þetta er mín skoðun.
En ef þú villt fá góða einkunn í skólanum, skaltu kynna þér Siðfræði Níkomakkosar og segja kennaranum allt um skoðanir Aristótelesar, svoleiðis bræðir öll hefðbundin kennarahjörtu, sérstaklega ef kennarinn þekkir þessar kenningar ekki. Honum mun þykja nokkuð, jafnvel þónokkuð um það ef þú útlistar kenningar Aristótelesar úr Sfr.N. á skýran og heilsteyptan hátt, þannig að allir skilji hvað þú ert að fara, þó skiptir höfuð máli að kennarinn kveiki á perunni og haldi henni logandi.
En skilningur er nú kannski meira eins og kertaljós. Ef þú ert með logandi kerti í stjaka og ert td að fara á milli herbergja, muntu þurfa að fara þér hægt, og forðast allar snöggar hreifingar. Kannski er það málið.
Gangi þér vel. :)
VeryMuch