Svíar voru mjög áhrifamiklir í Rússlandi á Víkindaöld og sigldu upp eftir stóru fljótunum í Rússlandi, allt til svartahafs og þaðan til Miðjarðarhafs.
Kiev kallaðist Kænugarður
Novgorod - Nýigarður
Svæðið þar sem Rússland, hvítarússland og úkraína er kallaðist Garðaríki
Istanbúl var nefnd Mikligarður.
Það virðist sem að þegar leið á víkindaöldina þá hættu Norðurlandaþjóðirnar að berja jafn mikið á hverri annarri og réðust gegn öðrum þjóðum
Norðmenn aðallega í Skotlandi, Írlandi og Norður Englandi, auk eyjanna norðan Skotlands.
Danir héldu aðallega til Suður Englands og Frakklands. T.d. er Normandí í höfuðið á Norrænum mönnum sem settust þar að, blönduðust Frökkum og réðust síðar inn í England, Orrustan um Hastings.
Síðan héldu Svíar aðallega til Eistrasaltslandanna og A-Evrópu.
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Viking_Expansion.svgFín færsla um víkinga á Wikipedia.
Svo jú, þetta er líklegast vegna norrænna áhrifa.
Enda er ekki skrýtið að nafnið Olga sé svona líkt henni Helgu okkar :)
Bætt við 18. apríl 2009 - 16:31 http://en.wikipedia.org/wiki/Kievan_Rus