Þetta er ekki rétt. Klukka tifar alveg óháð því hvernig við skynjum tifið. Þú gætir beitt þeim rökum að mæling okkar á tíma sé merkingarlaus vegna afstæðiskenningarinnar en það dugar ekki þar sem við getum hvort eð er reiknað með því að tími líður ekki eins í mikilli hreyfingu eða miklu þyngdarsviði og það gerum við meira að segja. Tími er fullkomlega mælanleg eining á meðan við höfum hreyfingu til að miða við, við notfærum okkur samband tíma og rúms. Í afstæðiskenningunni er litið á tíman sem fjórðu víddina sem myndar með rúmvíddunum samfellt fjórvítt rúm sem við köllum tímarúmið. Tímarúmið þarf ekki að vera “slétt” allsstaðar en á hverjum punkti í því er það samt sem áður mælanlegt og sú staðreynd að mælingin átti sér mögulega stað í sveigju gerir hana ekki ranga vegna þess að það er hægt að reikna með sveigjunni og hvernig hún breytist milli staða.
Sekúndan er mjög nákvæmlega skilgreind útfrá geislaskömmtum Sesíum-133 atóms. Meterinn er skilgreindur sem vegalengdin sem ljósið ferðast á 1/299792458 hluta úr sekúndu.