Um daginn dreymdi mig draum sem mér fannst mjög undarlegur.
Ég var á gangi í skógi á litlum stíg. Svo tvístrast stígurinn. Hægra megin er skilti sem stendur á “BLINDUR”. Vinstra megin er skilti sem stendur á “HEYRNARLAUS”. Og mitt á milli stíganna stendur gamall maður og spyr þessarar spurningar: Hvort viltu verða blindur eða heyrnarlaus ?
Ég er búinn að hugsa mjög mikið um þessa spurningu og hef ekki enn fundið svar mitt við henni. Auðvitað vil ég hvorugt en ef ég þarf að velja hvort vel ég?
Kæru Hugarar
Hvort myndið þið velja og af hverju ?
Kveðja Dawalke