Mér sýnist þú reyndar vera búinn að svara henni áður en þú spurðir. ;)
"[...] að spurja ykkur spurningu, þessi spurning er [...]“
Akkurat þessi texti ”Er þetta spurning?“ er sannarlega spurning, enda með spurningarmerki. ;)
En hvort við getum svarað þessari spurningu, veltur á því hverju hún spyr. Það veltur á orðinu ”þetta“ sem er í henni.
Við getum ekki vitað hvort henni er beint að sjálfri sér, eða að öðru. Þal getum við aðeins gert ráð fyrir svari í ákveðnum tilvikum, sem við setjum upp, án þess að vita í raun hvert viðfangið er.
Td ef ”þetta“ er að benda á sjálfa spurninguna; þá virðist mér augljóst að ”Er þetta spurning?“ fær svarið ”Já“ íþm frá mér. Líklega flestum öðrum.
En ”Er þetta spurning?", er vissulega meira en BARA spurning, en er samt spurning hvernig sem við snúum okkur eða byltum.
Takk fyrir
VeryMuch