Túlkunin sem ég á við er t.d. ef jafn smár hlutur og ein sameind væri í “tómarúmi” myndi hún líklegast titra vegna skammtaflökts. Ég get eins og ég hef sagt fallist á að þetta sé það sem fæstir myndu kalla hljóð.
hljóð þarf á massa að halda
Það sem ég á við er að þótt enginn massi sé til staðar þá væri upptökutækið massi sem skammtaflöktið hefur áhrif á. Sé nógu nákvæmt mælt eða sé upptökutækið nógu smátt ætti titringur í meðalorku hvoru megin við hljóðnemann að valda smávægilegum aflestri á nemanum. Hvort sem það er hljóð eða ekki þá myndi nógu fíngerður hljóðnemi mæla “hljóð.”