Held að viðmið og gildi samfélagsins spili stóran part hér inn í. Við erum alin upp við að það sé ekkert að því að borða krabbadýr svo sem humar, rækjur ofl. Þegar flestir hugsa um rækju sjá þeir fyrir sér lítinn saklausan “fisk” sem spriklar um í vatni. Það eru jákvæð viðhorf gagnvart humri og rækjum í samfélaginu sem hvetur okkur enn frekar til að prófa.
Þegar við tökum pöddur hins vegar þá erum litin hornauga fyrir svo mikið sem að hugsa um að gleypa pöddu. Það er ekki í eðli okkar að vilja ekki borða pöddur þetta eru eindaldlega viðmið samfélagsins, viðmið sem við erum alin upp við. Ef við værum alin upp í til að mynda úganda væri það ef til vill jafn sjálfsagt að éta pöddur og fyrir íslendinga að slátra sveittum burger.