Saga heimspekinar eftir Bryan Magee er aðgengileg og góður upphafspunktur ef þú hefur ekki lesið þér mikið til áður. Hún er til á íslensku og er örugglega á öllum almenningsbókasöfnum á landinu.
Heimspekisaga eftir Nils Gilje og Gunnar Skirbekk er til í íslenskri þýðingu, getur fengið hana hjá bóksölu stúdenta eða á bókasafni, mjög líklega til á flestum stöðum. Það er töluvert stærra rit og ítarlegra, mæli sérstaklega með henni.
Þú getur alveg prufað að lesa eitthvað eftir Platon og Aristótelis, en eins og einhver nefndi eru til íslenskar þýðingar frá HÍB í formi lærdómsrita. Til dæmis er Síðustu dagar Sókratesar aðgengileg, hún fjallar nokkuð um heimspeki Sókratesar og í henni er til dæmis mjög dramatísk frásögn af því þegar Sókrates er dæmdur til dauða, þannig að hún er kannski ekki eins þurr og önnur rit. En til dæmis Ríkið eftir Platon er doðrantur sem tekur töluverðan tíma að komast yfir. Ef þú ert að lesa þetta fyrir eitthvert verkefni í HSP103 eða eitthvað þess háttar þá er það kannski fullmikið, en ef þú ert bara áhugamaður myndi ég byrja að lesa á seinni bókina um heimspekisögu (þar eru textabrot úr mörgum rita þeirra) svo getur þú fikrað þig áfram í frumritunum.