Ég hugsa að það séu margir með ranga hugmynd af heimsspeki. Heimsspeki er ekki stunduð af sumum, heldur öllum, hver og einn hefur sína aðferð til að túlka veröld sína og þetta er ein af okkar aðferðum hér á Huga. Jafnvel vöðvastælti fyllirafturinn úti í bæ er heimsspekingur,ekki líta hann hornauga þó hann sé ekki með sömu ,,siðfáguðu“ hugmyndir og þú. Margir hér á Huga ( tek strangt til kynna ekki allir ) eru sífellt að reyna að koma nafni sínu á framfæri: ,, Halló, hér er ég og er mikill heimsspekingur því ég er ofurhugi og stigamella á þessu áhugamáli, punktur. Þú verður ekkert stúdent í heimsspeki eða eitthvað slíkt, það er frekar eins og lífsleikni fyrir þunglynda. Það er einnig fáránlegt að vera að skjóta öllum þessum myndum af þessum gömlu köllum alstaðar, Jeremy Stragenfurt og fleira bull, þetta voru ef til vill bara ,,heimsspekingar” sem auglýstu sjálfa sig og voru sjálfkrafa úrskurðaðir heimsspekingar, hver segir að þeir hafi verið eitthvað betri heimsspekingar en þú og ég ? Enginn getur dæmt um slíkt. Kannski eru einhverjir ósammála skoðun minni en ég tel að tilgangur þessa áhugamáls sé að hjálpa hvorum öðrum að ná dýpri skilning á veröldinni, ekki koma nafni sínu upp í ofurhuga og reyna að öðlast einhverja gervifrægð sér til huggunar.