hehe… já, alltaf gaman vera minntur á hve lítilvægur maður er í raun, en maður reynir þó. Mér finnst samt satt að segja þú ekki byggja mál þitt á neinu nema sandi, auðvitað er heimspeki “stunduð” af öllum, en það sem er breytilegt eftir fólki er hvernig, hve mikið, um hvað og þess líkt. Svo langar mig að minnast á það að mér finnst fólkið sem tekur þátt hér á þessu áhugamáli, vera síst stigamellur, af þeim áhugamálum sem ég hef verið á, og ég hef verið hér síðan áhugamálið byrjaði. En auðvitað gæti þetta bara verið tómur misskilningur hjá mér… þú lítur út fyrir að skilja misskilninginn, þannig að þú gætir kannski hjálpað mér, að skilja rétt, ég kynni að meta það (taktu eftir að ég er ekki að reyna að vera kaldhæðin, mér dytti það ekki í hug).
Ég skil nú ekki alveg hvaðan þú færð þá hugmynd, að sumir, ekki allir, ofurhugarnir hérna séu að gera það til að öðlast “gervifrægð sér til huggunar”. Ég fyrir mitt leyti var löngu byrjaður að hafa brennandi áhuga á heimspeki og las, og les, einsog brjálæðingur þau heimspekirit sem ég kemst í, varla hefur það verið í þeim tilgangi að öðlast gervifrægð, annars, það er aldrei að vita. Kannski er ég svona veikgeðja, þar kemur þú inní málið, þú segir “ég tel að tilgangur þessa áhugamáls sé að hjálpa hvorum öðrum að ná dýpri skilning á veröldinni” helgaðu þá meðalið og hjálpaðu mér að öðlast dýpri skilning á þessu. Annars held ég að við höfum yfirlýstan tilgang í “stefnuskránni” okkar og finnst mér það ágætt lýsing á því sem hér hefur farið fram “Eigum við þá ekki bara að spegúlera hérna?” almennar spekúlasjónir…
Ég verð samt að segja þér, að ég er ósammála þegar þú skrifar að enginn geti dæmt hvort einhver sé betri heimspekingur, eða ekki. Mér finnst ég geta dæmt fyrir mig að mér finnst Hegel hafi verið hálfviti en Platon snillingur o.s.fr. auðvitað er þetta ekkert algilt en þetta er mitt álit, sem ég hef þó myndað með minni mjög svo takmörkuðu þekkingu. Finnst þér ekki sumir rithöfundar betri en aðrir? Eru nóbelskáld ekki almennt talin betri en 6 ára krakki sem lærir að skrifa “mamma”? (auðvitað þurfa þau ekki nauðsynlega að vera það). Gerðu eitt fyrir mig, ekki falla í þá gryfju að segja að þetta SÉ svona heldur FINNIST mér það bara, og að enginn geti VERIÐ meiri eða minni heimspekingur enn annar heldur FINNIST okkur það bara. Og þannig sé það með allt, nefnlilega þá ferðu í mótsögn við sjálfan þig, því þú ert að halda því fram að eitthvað sé einhvernveginn, en ekki að það sé bara þitt álit… en nóg um það, þetta er orðið alltof langt, bið þig að afsaka það, en takk fyrir póstinn:)<br><br><font color=“#800080”>_________________________</font>
<p><a href="
http://www.simnet.is/unnst">ha?</a>(sorry if i don't like to write the way you like to read)</p