Bandaríski heimspekingurinn Robert Nozick lést síðastliðinn miðvikudag úr krabbameini á 64. aldursári, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Nozick er einn af merkari heimspekingum 20. aldarinnar. Hann er þekktastur fyrir framlag sitt til stjórnspekinnar en fyrsta bók hans <i>Anarchy, State, and Utopia</i>, sem kom út árið 1974 og var svar við kenningu Johns Rawls, samkennara Nozicks við Harvardháskóla, sem Rawls setti fram í bókinni <i>A Theory of Justice</i>, olli miklu fjaðrafoki, og ekki aðeins innan veggja háskólanna. Nozick lagði þó einnig sitt af mörkum í þekkingarfræði og á öðrum sviðum heimspekinnar. Aðrar bækur hans eru m.a. <i>Philosophical Explenations</i> og <i>Socratic Puzzles</i>.<br><br>_____________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________