Tja, að kafna er bara skortur á súrefni á einn hátt eða annan, og þegar þú drukknar þá deyrð þú vegna skorts á súrefni.
Drukknun er hvorki falleg né sársaukalaus þó svo dauðinn gæti orðið undarlega skjótur. Hversu hratt þú deyrð veltir á sundhæfileikum og vatnshitastigi meðal annars. Þegar þú áttar þig á því að þú nærð ekki að halda hausnum yfir yfirborði vatnsins byrjaru að panikka. Þessi klassíska yfirborðsbarátta fyrir andardrátt. Þú grípur loft þegar þú kemst með hausinn yfir vatnsyfirborð og reynir að halda því inni þegar þú dregst niður aftur. Á meðan þú reynir að anda er ómögulegt að kalla á hjálp. Líkaminn þinn verður lóðréttur og hendurnar krafsa aumlega upp, eins og þær séu að reyna að klifra upp stiga sem er ekki til. Þetta stig varir í um 20-60 sekúndur.
Þegar þú kemst upp fyrir ofan vatnið helduru svo inní þér andanum í um það bil 30-90 sekúndur. Eftir það andaru að þér vatni, hóstar því útúr þér en andar svo meira af vatni inn. Á meðan vatnið geysist niður öndunarveginn er tilfinningin eins og það sé verið að rífa hann og lungað þitt í sundur. Svo róast allt bráðlega, þú tekur lítið eftir því sem er að gerast í kringum þig. Þessi rólegheitstilfinning er vegna þess að þú ert að byrja að missa meðvitund vegna súrefnisskorts sem endar svo með því að hjartað stoppar og heilinn deyr.
Þetta er sami hluturinn, meinaru með því að kafna kannski að einhver sé að taka utanum hálsinn og loka fyrir öndunarveginn? Að það sé ekkert súrefni í kringum þig heldur bara eiturgufur (þegar það kviknar í húsinu ertu rotaður af þessum eiturgufum áður en hitinn eða hávaðinn kemst að þér, þ.e. ef þú varst sofandi) og þú kafnar þannig?