Ok, held að ég fatti það sem þú ert að reyna að segja.
Þú tekur fyrirbærið hita. Hiti, eða varmi, er hreyfing sameinda og kuldi er (í vissu samhengi) minni hreyfing sameinda og alkul er stöðvun allrar hreyfingar sameinda. Og svo ályktarðu það að til þess að kuldi verði til þá þarf ekki einu sinni hreyfingu sameinda og þar með að “kuldi” hafi ávallt verið til og hafi orsakað tilurð alheimsins.
Það er frekar mikið af villum í þessu, þú misskilur kulda pínu. Þegar þér er kalt úti að reykja er það útaf því að sameindirnar sem komast í snertingu við þig eru að hreyfast hægar en er líkamanum til sóma. Og þegar þú setur hönd þína ofan í sjóðandi vatn eru sameindir vatnsins að hreyfast hraðar en er líkamanum til sóma og vatnsameindirnar “klessa” á sameindirnar sem byggja upp líkama þinn og flytja varmaorku frá sér til þín.
Hitabreytingarnar sem þú finnur eru ýmist varmaorka sem líkaminn framleiðir, eða varma -burður, -leiðsla, eða -geislun úr umhverfinu þínu.
Þannig ef að þú færir ekki í snertingu við neinar sameindir(án þess að taka tillit til breytingar á þrýstingi sem myndi ske) þá myndi líkaminn þinn sennilega halda alveg sama hitastigi, kannski ofhitna ég veit ekki. Allavega ef það eru engar sameindir í kringum fær hann enga utanaðkomandi varmaorku og þar með er enginn hiti né kuldi.
Þannig að í upphafinu(ef það er þá til) ef það voru engar sameindir og engin hreyfing var enginn kuldi þannig séð.
Hvernig ætti annars kuldi að koma af stað einhverri keðjuverkun? Kuldi lýsir bara ástandi einhverra sameinda. Hvernig á þetta að vera einhverskonar útkskýring? Ógeðslega óljóst og illa úthugsað.