Allir vita að alheimurinn er að þenjast út, að hann þenst út með ógnarhraða og alltaf hraðar og hraðar.
Alheimurinn er eins og tyggjóklessa sem lekur niðraf borði, Því meiri þyngd á klessunni því hraðar lekur hún niðrá gólf.
Þetta er það sama með alheiminn því þyngri sem hann verður því hraðar þenst hann út.
En útí hvað er hann að þenjast? Hvað er hinum megin? Ef þú gætir komist að endamörkunum og værir með sög, og myndir saga gat á endamörkin, hvað væri þá hinum megin?
Ef alheimurinn er að þenjast út, ætli hann sé þá ekki að þenjast út í eitthvað, eins og blaðra sem er blásin upp og hættir ekki að þenjast fyrr en hún fyllir út í herbergið, eða springur.
eins og tyggjóklessan sem slitnar áður en hún snertir gólfið.
ætli alheimurinn okkar sé bara loftbóla í sjó á einhverri plánetu hinum megin við endamörk alheimsins.
Og ætli þá að það séu þá kannski einhverjir alheimar í loftbólum í sjónum á þessari plánetu og við séum hinum megin við endamörk þeirra.