Ef að efni er fast í huga mannsins, hvað er þá efni í “huga” alheimsins? Ég er einungis draumur lifandi í heimi hugmynda.
Efni er aðeins hugtak sem við notum yfir ákveðna hluti sem geta bæði verið áþreifanlegir sem og óveraldlegir, það er virkilega ólíklegt að hugtakið efni sé til eitthverstaðar annarstaðar í alheiminum ef við gefum okkuar að það sé til líf annarstaðar.
Ef að orð eru tjáning mannsins, ef að skrift er tjáning mannsins, og ef hreyfingar eru tjáning mannsins, hvað er þá tjáning? Hver fann upp “orð” og hver er mælikvarði og notkun þeirra?.
Þú varst að nefna dæmi um tjáningu og spyrð síðan hvað tjáning er. Tjáning er einfaldlega túlkun eða lýsing á eitthverju óháð því hvernig við gerum það. Hver fann upp orð? eins og kemur glögglega fram í þróunarkenningunni er hæfileikinn til þess að tjá okkur munnlega eitthvað sem dýr þróuðu með sér og þessi hæfileiki líktist alltaf sífellt meira eitthverskonar tungumáli þótt það var virkilega frumstætt til að byrja með. Það voru ekkert bara hérna á öldum áður haugur af mállausu fólki og síðan var einn snillingurinn sem áttaði sig á því að hann gat myndað orð með drantinum á sér. Þegar þú spyrð hver er mælikvarðinn á orðum þá verðuru að átta þig á því að það er ekkert vit í þessari setningu þetta er álíka og að spyrja, hver er mælikvarðinn á himninum. Hvernig notum við orð? segir það sig ekki að mestu leiti sjálft
Mælikvarði er notaður til að ákveða staðfestu dæma, orða og pælinga, rökfesta er dómurinn. Hvað eru lög án mælikvarða? Ekkert það er víst?
Mælikvarði er einfaldlega notaður til að bera hluti saman, að sjálfsögðu væri ekkert gagn í því að haga lög ef að það væri ekki hægt að bera saman rangar og réttar gjörðir
Mælikvarði er notaður til að ákveða staðfestu dæma, orða og pælinga, rökfesta er dómurinn. Hvað eru lög án mælikvarða? Ekkert það er víst?. Heimspeki er án mælikvarða og því kölluð heimspeki í heimi manna röksemdar, ef að maðurinn sem fann mælikvarðan sem allir samþykktu því augu þeirra allra gátu samþykkt það og fundið það sama út og fyrri maðurinn, ef fólk hefði ekki samþykkt það hvað væri þá “mælikvarðinn” okkar í dag?. En já mælikvarðinn var og er víst samþykktur, það er ástæða að mannkynið er eins og það er í dag.
Þú getur ekki fullyrt að allir samþykki eitthvern einn mælkvarða enda er það fásinna að öllu leiti. Þótt að eitthver ákveðin hópur mann samþykkja eitthvern ákveðin mælikvarða er ekki hægt að alhæfa svo um alla. En og aftur þá var ekkert bara mannkynið í óreiðu allt þangað til eitthver snillingur fæddist sem fann upp mælikvarða.
Eina sem þarf til að fella kerfi er að styðja rök þessi að þessi “eina skrúfa” á sér enga rökfestu við fyrrgreint mál. Kerfi mannan er svo að það virkar einungis ef að allt á bak og fyrir stenst rök og mælikvarða þessnefnds umhverfis, við sama augnablik og eitthvað breytist í umhverfinu þá getur þetta kerfi sem hugsað er um ekki staðist lengur.
Tökum glæpamenn til dæmi, þeir stríða gegn viðmiðum og gildum samfélagsins, samfélagið hrinur ekki gjörsamlega þótt að eitthver brýtur í bága við það sem við teljum vera rétt samkvæmt okkar hugsjónum.
Ef öll kerfi virka, en einnig falla hvað er þá okkur til varnar að öll hugsun og rökfesta detti um gólf niður og hætti að varna okkur? Nú það að stöðugt einblína að einum punkti í staðin fyrir heildinni, mannshugurinn er svo gerður að geðveiki felst í heildinni en stöðugleiki í punktinum.
Er eitthvað þar með sagt að öll kerfi falla á eitthverjum tímapunkti? tökum alheimin sem dæmi, þú getur ekki eitt massa efnis, aðeins breytt formi efnisins, því geturu ekki eitt kerfinu alheimnum sem efnislegri heild. Það er nú bara þannig að sífellt fleiri eru að leita til rökfræðis nú til dags og trúarbrögð eru að detta út hjá flestum hugsandi mönnum til að mynda.
Það sem sagt er um það að “guð” ef hann er til eður ei, getur ei verið skýrður með manna orðum, dæmdur með manna orðum er rétt í sinni merkingu, þar sem maðurinn getur ekki í augnablikinu eða aldrei má vera séð heildina í sinni heildar mynd án þess að týna sér og rökum sínum gagnvart öðrum.
Það er líka ýmislegt annað sagt um guð þótt að ekkert hefur né mun nokkurtíman sanna tilvist hans.
En þá komum við að rót vandans, hvað er það sem að gerir það að verkum að “sjálf” þurfi að vera til, umhverfið, við ölumst upp meðal fólks sem að viðheldur “sjálfinu” til að lifa af því að lifa án “sjálfs” er “geðveiki” að lifa án “sjálfs” er að lifa í straumnum og vera partur af heildinni.
Þú áttar þig á því að hugmynd manna um mannskepnuna sem eitthvern einstakling eru 18. og 19. aldar hugmyndir, hér áðurfyrr hugsuðu menn alltaf um sig sem hóp. Það var ekki fyrr en húmanisminn kom til sögunnar að menn byrjuðu að hugsa um sig sem einstakling en ekki bara part af eitthverri heild.
Til að sjá heildina, þá þarftu að vera heildin, ekki hópurinn ekki sjálfið heldur heildin af straumnum, utan straumsins í sjálfinu er ei mögulegt að sjá heildina án þess að stríða gegn sjálfinu þar sem að heildin er þverstaða á sjálfið.
Það segir sig væntanlega sjálft að mannskepnan getur ekki séð það sem aðrar manneskjur sjá.