Nei, við getum ekki afsannað né sannað það. Nauðhyggja, sem er sú skoðun að allir atburðir sé orsakaðir - ekkert gerist af sjálfum sér, er það viðhorf sem þú vísar til. Löghyggja útilokar oftast þá hugmynd að menn hafi frjálsan vilja - að við séum við stjórnvölinn.
Flestir samþætta þó þessar hugmyndir þannig að atburðir eigi sér orsök en við höfum samt sem áður frjálsan vilja, þ.e. þó svo eitthvað geti haft áhrif á hvaða við ákveðum þá er það þegar öllu er á botninn hvolft undir okkur sjálfum komið.
http://visindavefur.is/svar.php?id=2670http://visindavefur.is/svar.php?id=1002http://visindavefur.is/svar.php?id=1820Bætt við 30. ágúst 2008 - 16:37 Löghyggja = nauðhyggja, ætlaði nú bara að tala um nauðhyggju.