ég hugsa að þetta sé svipað og með hunda, þ.e. hundar út um allan heim sýna tennurnar og urra þegar þeir eru í árásarhug, halla undir flatt þegar þeir sýna einhverju áhuga, þeir sýna undirgefni, gleði, sársauka o.s.frv. á sama hátt. S.s. það er eitthvað sem er forritað inní hundinn sem segir honum hvað hann gerir þegar hann er glaður, reiður o.s.frv. Ég held að þetta sé svipað með okkur mennina.
Við skiljum þegar Kínverjar, Arabar eða Eþíópíubúar eru glaðir því maður brosir yfirleitt þegar maður er glaður. Eins með reiði, þótt að eins og einhver benti á sýna Arabar víst reiði með því að klóra sér í höfðinu.
S.s. andlitstjáning gott sem allra íbúa jarðarinnar er eins eða þá allavegana skiljanleg öðrum.