maður eða dýr
Ég hef oft hugsað um það hvernig það væri að endurfæðast sem skordýr! Maður er þarna, óöruggur á jörðinni. Grasið er hátt og ilmar ennþá betur en ef maður væri maður, jörðin með mold ofl. er víðáttumikil og við getum verið étin hvenær sem er og hvenær sem er,er stigið ofan á okkur! Lífið er alltof stutt en virkar langt fyrir okkur sem skordýr. Við étum önnur ógeðsleg kvikindi, hrá, ósoðin og við erum frekar ljót kvikindi sjálf. Okkur finnst við falleg, en erum samt nákvæmlega eins og hin, okkar tegundar. Við höfum engan spegill og vitum ekki hvað spegill er…sjáum bara á hinum hvernig við sjálf lítum út. En erum við að hugsa um útlitið? Er það ekki bara lyktin af hinu kyninu sem dregur okkur að? Við getum ekki farið í bíó en samt gert eitthvað sem skordýr finna uppá til skemmtunar…t.d. maurar fara saman og stela litlum matarleifum. Mér finnst gaman að hugsa út í það ef við værum eitthvert dýr í staðinn fyrir maður.