Já, sko það sem ég er að reyna að segja er að báðir svarmöguleikar geta verið réttir ef verið er að spyrja um einhverja fullyrðingu sem við höfum ekki séð (við myndum kannski vita hvor svarmöguleikinn er réttur ef við fengjum að sjá fullyrðinguna sem spurt er um).
En síðan er annar möguleiki. Ef ég segi eftirfarandi fullyrðingu: (x)“Þessi fullyrðing er ósönn!” þá get ég verið að tala um einhverja fullyrðingu úti í bæ (“þessi” gæti vísað til fullyrðingarinnar y, z eða q), eða ég gæti verið að tala um þessa sömu fullyrðingu, þ.e. um fullyrðinguna x; það er að segja, ég gæti verið að láta hana segja til um sitt eigið sanngildi. Í þessu tilviki fengjum við út mótsögn.
Nú, ég held að sá sem bjó könnunina til sé að reyna að vera sniðugur og breyta fullyrðingunni “Þessi fullyrðing er ósönn!” í spurningu. En vandinn er að þegar setningin er orðin spurning er engin fullyrðing eftir; og, ef þetta er það sem höfundur kannanarinnar er að reyna að gera, þá er ekki einu sinni hægt að fá vit í könnunina.
Hvers vegna tel ég líklegra að þetta sé rétt túlkun á spurningunni sem höfundur kannanarinnar spyr, frekar en hin, sem þú stingur upp á? Jú, í fyrsta lagi væri tilgangslaust að spyrja um sanngildi einhverrar spurningar úti í bæ sem enginn hér hefur séð. Og, í öðru lagi, þetta er dæmigert svona ég-ætla-að-vera-sniðugur spurning í heimspeki, ef hún er túlkuð eins og ég sting upp á. Og það er einmitt það sem maður myndi búast við að fá hingað af og til. En hún felur aftur á móti í sér óskýran hugsunarhátt, sem mér leiðist afskaplega mikið.<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________